SÍTÓN í alþjóðlegu samstarfi
Í mars síðastliðnum var aðild SÍTÓN samþykkt í samtökum tónbókaútgefenda á Norðurlöndum, NMU, og alþjóðasamtökum tónbókaútgefenda, ICMP.
Á Musikmesse Frankfurt voru saman komnir fulltrúar sambanda tónbókaútgefenda margra Evrópulanda og gafst þá gott tækifæri til að hitta norrænu kollegana og forystufólk ICMP.