Ágúst Pétursson


Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og systkini hennar stofnuðu Metúsalem útgáfuna árið 2003 utanum útgáfu sönglaga sem faðir þeirra, Ágúst Pétursson, samdi á árunum 1945-1970.

Ágúst (Metúsalem) Pétursson hlaut ekki formlegt tónlistarnám. Barnungur lærði hann á orgel hjá föður sínum og þjálfaði sig síðar sjálfur á harmoniku og fleiri hljóðfæri. Meðfram starfi sínu sem húsgagnasmiður lék Ágúst fyrir dansi, tók þátt í samsöng og stundaði lagasmíðar. Nánari lýsing á tónlistarferli Ágústar er á Ísmús.is.

Ágústa Sigrún lauk einsöngsnámi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1994 og hefur tekið þátt í margs konar tónlistarviðburðum síðan þá, ein og í sönghópum. Hún gaf út geisladiskinn Stjörnubjart 2015.
Metúsalem-útgáfan var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.