„Tónbækur eru útgefnar nótur eða kennslugögn og fræðirit, ásamt tengdu efni, til miðlunar á prenti eða stafrænt“

Samband íslenskra tónbókaútgefenda, SÍTÓN, er hagsmunafélag forleggjara og höfunda útgefinna íslenskra tónbóka svo sem nótna eða kennslugagna og fræðirita í tónlist. Félagið var stofnað í maí 2012. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna og bæta skilyrði til sköpunar og útgáfu tónbóka á prenti og stafrænum miðlum fyrir skóla og almenna tónlistariðkun.
Innan SÍTÓN eru sumar af reyndustu og elstu útgáfum tónbóka á Íslandi. Upphafsár Kaldalónsútgáfunnar var 1946 og margar útgáfur hófu störf á árunum 1980-2000. Yngsta útgáfan hóf störf 2013.  Margir félagsmenn eru frumhöfundar efnis í sínum bókum og flestir eru safnverkshöfundar sinna bóka af þeirri gerð.
Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Gylfi Garðarsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Jón Kristinn Cortez.

Útgefendur nótna og annarra tónbóka geta sótt um aðild að SÍTÓN.