Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns

Starfsemi Kaldalónsútgáfunnar hófst í febrúar 1946 með útgáfu fyrsta nótnaheftisins af 9 í ritröðinni „Söngvasafn Kaldalóns“. Í dag er útgáfan eitt af örfáum forlögum landsins sem stofnuð voru á fyrri hluta 20. aldar og starfa enn. Frá upphafi hefur hlutverk útgáfunnar verið að varðveita og miðla söngvasafni Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds. Hefur því hlutverki alla tíð verið sinnt með miklum sóma af afkomendum höfundarins.

Heftin með sönglögum Kaldalóns, sem upphaflega voru 9 talsins, voru endurprentuð 1971, ’76 og ’79. Við það tækifæri voru 1. og 2. hefti sameinuð í eina bók og sömuleiðis 5. og 6. hefti. Hefur safnið verið endurprentað eftir það í sjö bókum í stað níu. Fjallað er nánar um Sigvalda Kaldalóns á Ísmús.is
Kaldalónsútgáfan var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.