Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Klarínettmiðuð tónfræði – Grunnnám 1
Úr ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónfræði fyrir börn og fullorðna í hljóðfæranámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist. Ritröðin var tilraunakennd fyrir frumútgáfu.
Höfundur: Þórir Þórisson
Útgefið af höfundi – 2017 – A4 – 35 bls. Um útgefandann
Hlustun og greining – Miðnám 1
Ritröð samhæfðra kennsluhefta í tónverkagreiningu fyrir börn og fullorðna í tónlistarnámi. Fylgir kröfum námsskrár í tónlist um grunnnám og miðnám.
Höfundur: Þórir Þórisson
Höfundarútgáfa – 2005/11 – A4 – 45 bls. Um útgefandann
MelodiNord – Klarinett
100 þjóðlög frá Norðurlöndunum og þjóðarbrotum innan þeirra, tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lagavalið gefur heildarsýn yfir þjóðlagahefð frá heimshlutanum. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2013 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Sönglögin okkar – Gítar
100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lögin eru innlend og erlend – þjóðlög, ættjarðarsöngvar, sálmar og dægurlög. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2009 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Píanó popp I
23 íslensk og erlend dægurlög. Útsetningarnar miðast við að píanónemendur í 3. og 4. stigi ráði vel við að spila þær. Á heimasíðu bókarinnar hjá útgefanda er m.a. hægt að hlusta á lögin, heyra undirspilin sem eru með sumum lögunum. Nótnaútgáfa BÞV – 2019 – A4 – 48 bls. Um útgefandann
Í útileguna – 32 sígild og vinsæl barnalög
32 barnalög í aðgengilegum hljómasetningum við hvert lag. Textar, hljómar og gítargrip í handhægu vasahefti fyrir gítarspilara.
Samval og framsetning: Ingvar Jónsson og Kristján Viðar Haraldsson
Báðir – 2004 – A6 – 32 bls. (bókasöfn)
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Jólasöngvar – Nótur
93 íslensk og erlend jóla- og áramótalög fyrir einstaklings- eða samsöng og hljóðfæraleik. (Innihald) Bókarhöfundur: Gylfi Garðarsson (Efnisval, framsetning, nótnasetning, umbrot) Nótuútgáfan – 1996/../2008 – A5 – 111 bls. Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Söngvasveigur 9 / 7 – Te Deum
Söngvasveigur 9 / 7 - Te Deum - (18)/50 kirkjulegir söngvar fyrir barna- og kvennakóra
Söngvarnir hæfa trúarlegum athöfnum svo sem skírn, brúðkaupum og hátíðum kirkjuársins.
Efnisval og framsetning: Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Jón Stefánsson og Þórunn Björnsdóttir
Umsjón útgáfu: Hrafnhildur Blomsterberg og Edda Möller
Skálholtsútgáfan – 1996/1997 – B5 – (24 bls.)/115 bls. Um útgefandann
Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið. Aðrir SÖLUAÐILAR
Ísland, farsælda frón
Fjórtán útsetningar fyrir píanó við lagið Ísland, farsælda frón. Tónverk 9 tónskálda.
Gefur góða hugmynd um fjölbreytta möguleika á nýsköpun úr þjóðlagaarfinum.
Efnisval, hönnun og ritstjórn: Þórarinn Stefánsson
Polarfonia Classics – 2013 – A4+ (9″x12″) – 35 bls. Um útgefandann
Sönglög I
19 einsöngslög, valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir grunnnám í söng.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1994 – A4+ (8,5"x12") – 46 bls. Um útgefandann
Í útileguna með Rolling Stones
15 af vinsælustu lögum Rolling Stones í aðgengilegum hljómasetningum við hvert lag. Textar, hljómar og gítargrip.
Samval og framsetning: Ingvar Jónsson og Kristján Viðar Haraldsson
Báðir – 2004 – A6 – 32 bls. (bókasöfn)
Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar.
Söngvasafn Kaldalóns 3. hefti
24 sönglög útsett fyrir karlakór.
Höfundur: Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns
Kaldalónsútgáfan – 1946/.../79 – A4+ (9"x12") – 38 bls.
Um útgefandann