Risaútgáfa einsöngslaga – Ísalög

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands hefur Jón Kristinn Cortez ráðist í það þrekvirki að safna saman og gefa út á afmælisárinu ritröð 289 íslenskra einsöngslaga sem samin eru á tímabilinu 1918-2018.
Útgefandi ritraðarinnar er forlagið Ísalög, útgáfa Jóns Kristins.
Lagúravalið spannar verk 66 tónskálda og mun veita óviðjafnanlega yfirsýn yfir einsöngslög þjóðarinnar síðustu 100 ár í einni samhæfðri ritröð. Lögin eru í upprunalegri tónhæð.
Af FB síðu útgefandans, Jóns Kristins Cortez.