Stutt skrif, punktar og nótur sem tengjast faginu.

Risaútgáfa einsöngslaga – Ísalög

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands hefur Jón Kristinn Cortez ráðist í það þrekvirki að safna saman og gefa út á afmælisárinu ritröð 289 íslenskra einsöngslaga sem samin eru á tímabilinu 1918-2018.

Útgefandi ritraðarinnar er forlagið Ísalög, útgáfa Jóns Kristins.

Lagúravalið spannar verk 66 tónskálda og mun veita óviðjafnanlega yfirsýn yfir einsöngslög þjóðarinnar síðustu 100 ár  í einni samhæfðri ritröð. Lögin eru í upprunalegri tónhæð.

Af FB síðu útgefandans, Jóns Kristins Cortez.

Niðurstöður kennsluefniskönnunar

Greinargerð með niðurstöðum úr kennsluefniskönnun SÍTÓN í janúar s.l. er nú tilbúin til kynningar. Nálgast má hana til lestrar eða niðurhals hér: Íslenskt kennsluefni í grunnnámi tónlistar 2016-17 (pdf)
Vonast er til að í niðurstöðunum komi fram mikið af lykilupplýsingum sem geti hraðað framþróun íslensks kennsluefnis í tónlistarfræðslu. Tónlistarkennurum og hagsmunafélögum þeirra eru færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð.
Gylfi Garðarsson, formaður SÍTÓN, sá um undirbúning og framkvæmd könnunarinnar ásamt ritun greinargerðarinnar.

Creative Europe – Verkefnastyrkir

Á vegum EES ríkja er feikilegum fjármunum veitt árlega í að styrkja verkefni innan skapandi greina. Það sem fáir hérlendis gera sér hins vegar grein fyrir er að íslenskir aðilar hafa aðgang að þessum styrkjum, annað hvort sem stofnendur umsóknar eða sem samstarfsaðilar umsækjenda frá öðrum EES löndum. http://eacea.ec.europa.eu/img/visuals/creative-europe/jpeg/LogosBeneficairesCreativeEuropeRIGHT_EN.jpg

Sérstök upplýsingaveita heldur utanum fjárveitingar Creative Europe og er full ástæða fyrir fólk í skapandi greinum á Íslandi til að fylgjast með vefsíðunni ef hugurinn stefnir á stærri mið annarra Evrópulanda.

Dæmi um möguleg verkefni:

Hingað til hefur lítil þátttaka verið í slíkum verkefnum frá Íslandi og skýrist það líklega af rýrri og skipulagslausri ráðgjöf um styrkina hér heima. Áhugasamir gætu þó byrjað að athuga hvort Útflutningsstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) eða Skrifstofa alþjóðasamskipta við HÍ geti veitt „fyrstu hjálp“.

Vel heppnuð könnun

Könnun SÍTÓN á kennlandshlutagrafsluefni tónlistar-kennara 2016 lauk 17. janúar s.l. Stjórn SÍTÓN færir kennurum og stéttarfélögum þeirra sínar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð. Þátttaka var góð og nú þegar er ljóst að í niðurstöðunum eru mikilvægar vísbendingar um æskilegar viðbætur á íslensku kennsluefni fyrir grunnstig. Talsvert verk verður að vinna úr svörunum birtingarhæf gögn og er sú vinna komin áleiðis. Vonast er til að greinargerð um könnunina verði tilbúin í apríl eða maí.

Af megin niðurstöðum má nefna að yfir 275 kennarar svöruðu könnuninni sem gerir um 33% svarhlutfall. Hlutfall fullgildra svara var um 85% sem bendir til að spurningar hafi skilist vel og greiðlega gengið að svara. Með því að bera niðurstöðugögnin saman við þætti eins og Þjóðskrá og námsgreinadreifingu nemenda er vonast til að bæta áreiðanleika svaranna umfram það sem svarhlutfallið eitt segir til um. Meðfylgjandi gröf sýna fjölda svarenda eftir landshlutum og hlutfallsdreifingu svarenda eftir kennslugreinum.

kennslugreinagraf

Save

Save

Nótnaútgáfa og ljósritun

(Grein sem birtist í fréttabréfi Félags íslenskra kórstjóra í maí 2014)

Kor-clipartSá sem með einum eða öðrum hætti hefur tekið þátt í eða kynnst uppsetningu, fjölföldun og jafnvel útgáfu kórnótna gerir sér líklega grein fyrir fyrirhöfninni sem því fylgir að gefa formlega út nótnarit þannig að allt sé löglegt og vandað.

Annars vegar þarf að gera ráð fyrir miklum tíma, sem flestir myndu rukka fyrir en mörgum þykir ekki óeðlilegt að tónlistarmenn gefi. Hér kemur upptalning á nokkrum vinnuliðum, þó ekki öllum:
Val á verki (er eftirspurn?). Öflun leyfa hjá rétthöfum. Val á framsetningu (kápa, stærð nótna, texta og brots, staðsetning texta, viðeigandi upplýsingar á hverri síðu ofl. ofl.). Vinna við setningu og umbrot. Útvegun prófarkalesara. Bið eftir leiðréttingum í 2-4 skipti. Leiðréttingar eftir hvert skipti. Finna hagkvæma prentun. Val á pappír. Fylgjast með prentgæðum. Koma upplaginu í geymslu. Afgreiða eintök.

Hins vegar er það útlagður kostnaður, sem flestir framleiðendur myndu setja í einingarverðið en fæstir vilja greiða þegar um nótnarit er að ræða. Hér kemur upptalning á nokkrum kostnaðarliðum, þó ekki öllum:
Leyfi rétthafa. Tæki og hugbúnaður til nótnasetningar, umbrots og prentun prófarka. Akstur. Vinnuaðstaða. Aðstoð (prófarkalestur osfrv). Prentun. Geymsla. Kynning og markaðssetning. Sendikostnaður.

Spurningin um ljósritun nótna er: Hver tapar og hver hagnast þegar öll ofangreind útgjöld eru sniðgengin með ljósritun án endurgjalds?

Svarið er: Allir tapa!