Niðurstöður kennsluefniskönnunar
Greinargerð með niðurstöðum úr kennsluefniskönnun SÍTÓN í janúar s.l. er nú tilbúin til kynningar. Nálgast má hana til lestrar eða niðurhals hér: Íslenskt kennsluefni í grunnnámi tónlistar 2016-17 (pdf)
Vonast er til að í niðurstöðunum komi fram mikið af lykilupplýsingum sem geti hraðað framþróun íslensks kennsluefnis í tónlistarfræðslu. Tónlistarkennurum og hagsmunafélögum þeirra eru færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð.
Gylfi Garðarsson, formaður SÍTÓN, sá um undirbúning og framkvæmd könnunarinnar ásamt ritun greinargerðarinnar.