Þórir Þórisson

Segja má að útgáfustarfsemi Hlustunar og greiningar hefjist árið 1982 með útkomu kennslurits Þóris Þórissonar „Tónmennt-tónlistarkynning“ fyrir framhaldsskóla. Gaf hann út nokkur slík kennslurit áður en „Hlustun og greining“ fyrir miðnám kom á markað árið 2005.

Þórir nam klarínettleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við The Royal Academy of Music í London. Starfaði hann eftir það við kennslu, skólastjórn og spilamennsku. Hann hélt til BNA til frekara framhaldsnáms árið 1985 og lauk þaðan MA- og síðar Phd. gráðu í tónmenntafræðum. Á vefsíðu Ísmennt.is er nánari lýsing á starfsferli Þóris.
Þórir var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.