Björgvin Þ. Valdimarsson

Nótnaútgáfa BÞV var stofnuð árið 1988 af Björgvini Þór Valdimarssyni utanum útgáfu á kennsluefni hans og frumsömdum tónverkum.

Björgvin Þór lauk þremur kennaraprófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Helstu störf hans í tónlistarmálum hafa verið á sviði tónlistarkennslu, kórstjórnar og nótnaútgáfu. Frá árinu 1997 hefur Björgvin rekið Tónskóla Björgvins Þ. Valdimarssonar í Reykjavík. Á vefsíðu útgáfunnar eru nánari upplýsingar um feril Björgvins.
Björgvin var stofnfélagi í SÍTÓN 2012 og hefur verið gjaldkeri félagsins frá stofnun.

Vefsíða:  Píanónám.is