Jón Kristinn Cortez

Útgáfan Ísalög var stofnuð árið 1980 af Jóni Kristni Cortez utanum hágæðaútgáfu á íslenskum sönglögum.

Jón Kristinn lauk kennaraprófi frá Tónlistaskólanum í Reykjavík 1973 og 8. stigs prófi í söng 1986. Hann hefur starfað að tónlistarmálum sem tónmenntakennari, tónlistarkennari, kórstjóri og útgefandi.
Jón Kristinn var stofnfélagi í SÍTÓN 2012 og ritari félagsins 2012-2016.

Vefsíða:  Ísalög.is