NSM – Opnað á vorúthlutun 2024
Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins (NSM) hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna seinni úthlutunar með umsóknarfrest til 15. mars 2024. Umsóknarformið er á vef Sítón og fyllist út þar (sjá: NSM STYRKUMSÓKN). Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast HÉR.
Sjóðurinn styrkir höfunda tónbóka um hluta höfundarlauna árin 2023-2024 í samræmi við uppgefin markmið samningsins. Þau helstu eru að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu tónbóka fyrir tónlistarskóla svo auka megi framboð og fjölbreytileika námsgagna í takt við þarfir nemenda og skóla. Til tónbóka teljast nótnarit, kennslugögn og fræðirit fyrir tónlistarnám, ásamt tengdu efni á prenti eða stafrænt.
Höfundar kennsluefnis og aðrir áhugasamir í fagfélögum tónlistarkennara eru hvattir til að sækja um styrk fyrir verkefnum sem falla að markmiðum sjóðsins.
Úthlutunarnefnd sjóðsins skipa Gylfi Garðarsson (SÍTÓN), Össur Geirsson (SÍTÓN) og Aron Örn Óskarsson (STS).