Ýmislegt

Vel heppnuð könnun

Könnun SÍTÓN á kennlandshlutagrafsluefni tónlistar-kennara 2016 lauk 17. janúar s.l. Stjórn SÍTÓN færir kennurum og stéttarfélögum þeirra sínar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð. Þátttaka var góð og nú þegar er ljóst að í niðurstöðunum eru mikilvægar vísbendingar um æskilegar viðbætur á íslensku kennsluefni fyrir grunnstig. Talsvert verk verður að vinna úr svörunum birtingarhæf gögn og er sú vinna komin áleiðis. Vonast er til að greinargerð um könnunina verði tilbúin í apríl eða maí.

Af megin niðurstöðum má nefna að yfir 275 kennarar svöruðu könnuninni sem gerir um 33% svarhlutfall. Hlutfall fullgildra svara var um 85% sem bendir til að spurningar hafi skilist vel og greiðlega gengið að svara. Með því að bera niðurstöðugögnin saman við þætti eins og Þjóðskrá og námsgreinadreifingu nemenda er vonast til að bæta áreiðanleika svaranna umfram það sem svarhlutfallið eitt segir til um. Meðfylgjandi gröf sýna fjölda svarenda eftir landshlutum og hlutfallsdreifingu svarenda eftir kennslugreinum.

kennslugreinagraf

Save

Save

Related Posts