Fagtengt efni með skírskotun út fyrir Ísland.

Creative Europe – Verkefnastyrkir

Á vegum EES ríkja er feikilegum fjármunum veitt árlega í að styrkja verkefni innan skapandi greina. Það sem fáir hérlendis gera sér hins vegar grein fyrir er að íslenskir aðilar hafa aðgang að þessum styrkjum, annað hvort sem stofnendur umsóknar eða sem samstarfsaðilar umsækjenda frá öðrum EES löndum. http://eacea.ec.europa.eu/img/visuals/creative-europe/jpeg/LogosBeneficairesCreativeEuropeRIGHT_EN.jpg

Sérstök upplýsingaveita heldur utanum fjárveitingar Creative Europe og er full ástæða fyrir fólk í skapandi greinum á Íslandi til að fylgjast með vefsíðunni ef hugurinn stefnir á stærri mið annarra Evrópulanda.

Dæmi um möguleg verkefni:

Hingað til hefur lítil þátttaka verið í slíkum verkefnum frá Íslandi og skýrist það líklega af rýrri og skipulagslausri ráðgjöf um styrkina hér heima. Áhugasamir gætu þó byrjað að athuga hvort Útflutningsstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) eða Skrifstofa alþjóðasamskipta við HÍ geti veitt „fyrstu hjálp“.

Á Musikmesse Frankfurt

Formaður SÍTÓN fór á tónlistarkaupstefnuna í Frankfurt í apríl m.a. til að kynna efni íslenskra útgefenda.  Á fyrsta degi stefnunnar voru pallborðsumræður á vegum sambands tónbókaútgefenda Þýskalands (DMV) og alþjóðasamtaka tónbókaútgefenda (ICMP). Eins og sést á bakgrunni myndarinnar að neðan var efni fundarins fjölföldun tónbóka í tónlistarkennslu og leiðir til að svara því.

Gylfi Garðarsson frá SÍTÓN og Ger Hatton framkvæmdastjóri ICMP

Gylfi Garðarsson frá SÍTÓN og Ger Hatton framkvæmdastjóri ICMP

SÍTÓN í alþjóðlegu samstarfi

Í mars síðastliðnum var aðild SÍTÓN samþykkt í samtökum tónbókaútgefenda á Norðurlöndum, NMU, og alþjóðasamtökum tónbókaútgefenda, ICMP.
Á Musikmesse Frankfurt voru saman komnir fulltrúar sambanda tónbókaútgefenda margra Evrópulanda og gafst þá gott tækifæri til að hitta norrænu kollegana og forystufólk ICMP.

Monika, formaður NMU, Gylfi Garðarsson og Ger Hatton frá ICMP

Monika, formaður NMU, Gylfi Garðarsson og Ger Hatton frá ICMP

SÍTÓN aðild að ICMP

Brussels, 8 April 2013 – The ICMP Board has approved unanimously the associate membership applications of … the Icelandic Music Publishers Association (SITON) … at its board meeting of 18 March 2013.

Founded in 2012 by 10 music publishers, Iceland’s SITON is in its infancy but “working with ICMP is important to realise our growth and will help us gain access to best practise for the benefit of music publishers and the general music market in Iceland,” said SITON Chairman, Gylfi Gardarsson.

Welcoming the three new members, ICMP Director General Ger Hatton said, “We are very pleased to have these new members from the North and South of Europe who will help our international advocacy programme, through a consolidated global presence, in addressing key IP and copyright issues on behalf of the worldwide music publishing community.”

Nánar:
http://www.icmp-ciem.org/node/377