Aðalfundur 2012
Fyrsti aðalfundur SÍTÓN var haldinn þann 10. október 2012 í sal Tónlistarsafns Íslands, Kópavogi.
Í stjórn félagsins voru kosnir Gylfi Garðarsson (formaður), Björgvin Þór Valdimarsson (gjaldkeri) og Jón Kristinn Cortez (ritari) en þeir höfðu forgöngu um stofnun félagsins vorið 2012 og voru kosnir í undirbúningsstjórn þess á stofnfundinum í maí s.l.
Varamenn í stjórn voru kosnar Dagný Marínósdóttir, Linda Margrét Sigfúsdóttir, Marta Sigurðardóttir og Guðfinna Guðlaugsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Þórir Þórisson og Sigvaldi Snær Kaldalóns.
Verkefni frá stofnfundi
Formaður gerði grein fyrir störfum undirbúningsstjórnar eftir stofnfundinn. Félagið var skráð og fékk kennitölu, keypt var veflénið „siton.is“, kynningarefni var útbúið og dreift á tveimur tónlistakennarþingum haustsins og þingi skólastjóranna. Greinargerð með umsókn um aðild að Fjölís er tilbúin.
Verkefni komandi vetrar
Af verkefnum félagsins fram að næsta aðalfundi hefur umsókn um aðild að Fjölís algeran forgang. Að auki verður áhersla á fjölgun félaga, innheimtu félagsgjalda og kynningu félagsins. Uppsetningu vefsíðu og ýmsum öðrum málum verður reynt að sinna eftir föngum.
Stofnfélagar
Eftirfarandi meðlimir, sem sátu stofnfundinn í maí og þennan fyrsta aðalfund, eru stofnfélagar SÍTÓN:
Flautubókin
Gítarskólinn
Hlustun og greining
Höfum gaman ehf
Ísalög
Kaldalónsútgáfan
Nótnaútgáfa B.Þ.V.
Nótuútgáfan
Opus og tónfræðibækurnar
Skálholtsútgáfan