Ýmislegt

Aðalfundur 2013

Aðalfundur SÍTÓN 2013 var haldinn 29. maí í Tónlistarsafni Íslands, Kópavogi.
Í stjórn voru kosnir Gylfi Garðarsson, formaður, Björgvin Þór Valdimarsson, gjaldkeri og Jón Kristinn Cortez, ritari.
Varamenn í stjórn voru kosnar Marta Sigurðardóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir og Linda Margrét Sigfúsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Sigvaldi Snær Kaldalóns og Sigurður I. Snorrason.

Verkefni nýliðins vetrar
Í greinargerð formanns um gang verkefna frá síðasta aðalfundi ber hæst baráttu SÍTÓN fyrir aðild að Fjölís auk fleiri góðra mála eins og fjölgun félaga, kynning á félaginu, aðild að erlendum samtökum, kynning íslenskra tónbókaútgefenda á Musikmesse Frankfurt, tilkynning um ljósritunarbann og ýmislegt fleira.

Verkefni út 2013
Af verkefnum félagsins fram að næsta aðalfundi ber hæst áframhaldandi barátta fyrir aðild að Fjölís, nú fyrir gerðardómi, og úrvinnsla málsins eftir að dómur hefur fallið í sumar. Haldið verður áfram með kynningu á félaginu, fjölgun félaga, erlent og innlent samstarf og ýmislegt fleira eftir föngum. Sérstaklega verður reynt að leita leiða til erlendrar kynningar og útflutnings á íslenskum tónbókum ef styrkir og hjálp fæst frá viðeigandi sjóðum, stofnunum og öðrum mögulegum aðilum.