Aðalfundur 2013
Aðalfundur SÍTÓN 2013 var haldinn 29. maí í Tónlistarsafni Íslands, Kópavogi.
Í stjórn voru kosnir Gylfi Garðarsson, formaður, Björgvin Þór Valdimarsson, gjaldkeri og Jón Kristinn Cortez, ritari.
Varamenn í stjórn voru kosnar Marta Sigurðardóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir og Linda Margrét Sigfúsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Sigvaldi Snær Kaldalóns og Sigurður I. Snorrason.
Verkefni nýliðins vetrar
Í greinargerð formanns um gang verkefna frá síðasta aðalfundi ber hæst baráttu SÍTÓN fyrir aðild að Fjölís auk fleiri góðra mála eins og fjölgun félaga, kynning á félaginu, aðild að erlendum samtökum, kynning íslenskra tónbókaútgefenda á Musikmesse Frankfurt, tilkynning um ljósritunarbann og ýmislegt fleira.
Verkefni út 2013
Af verkefnum félagsins fram að næsta aðalfundi ber hæst áframhaldandi barátta fyrir aðild að Fjölís, nú fyrir gerðardómi, og úrvinnsla málsins eftir að dómur hefur fallið í sumar. Haldið verður áfram með kynningu á félaginu, fjölgun félaga, erlent og innlent samstarf og ýmislegt fleira eftir föngum. Sérstaklega verður reynt að leita leiða til erlendrar kynningar og útflutnings á íslenskum tónbókum ef styrkir og hjálp fæst frá viðeigandi sjóðum, stofnunum og öðrum mögulegum aðilum.





sluefni tónlistar-kennara 2016 lauk 17. janúar s.l. Stjórn SÍTÓN færir kennurum og stéttarfélögum þeirra sínar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð. Þátttaka var góð og nú þegar er ljóst að í niðurstöðunum eru mikilvægar vísbendingar um æskilegar viðbætur á íslensku kennsluefni fyrir grunnstig. Talsvert verk verður að vinna úr svörunum birtingarhæf gögn og er sú vinna komin áleiðis. Vonast er til að greinargerð um könnunina verði tilbúin í apríl eða maí.
Á næstu dögum ýtir SÍTÓN úr vör könnun á umfangi íslensks kennsluefnis í tónlistar-skólum. Könnunin er gerð í samstarfi við FT, FÍH og STS. Hún mun standa til 15. janúar 2017. Áætlað er að gera sambærilega könnun næsta haust og síðan árlega ef vel tekst til.

