NSM – Niðurstaða haustúthlutunar 2023

Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins, NSM, fékk 13 umsóknir um styrki í haustúthlutun 2023 að upphæð samtals 13,8 milljónir króna. Sjóðurinn hafði til ráðstöfunar samtals 4,5 m. króna fyrir úthlutunina og má að hámarki styrkja hverja umsókn um 1 m. króna.
Að teknu tilliti til ráðstöfunarfjár sjóðsins og matskvarða sem skiptist í 5 meginþætti og 12 undirþætti var niðurstaða úthlutunarnefndar NSM að veita 8 styrki að upphæð samtals 4,5 milljónir króna. Hlutu flestar umsóknir lægra framlag en sótt var um.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrki frá NSM haustið 2023:
| Bragi Þór Valsson | (Miðprófsviðbætur við tónfræði.is) |
| Gísli Jóhann Grétarsson | (Kjarni 1 (grunnnám), kennsluefni í tónfræði, og tónlistarsögu og hlustun) |
| Jón Aðalsteinn Þorgeirsson | (Sönglögin okkar - Endurskipulögð og uppfærð) |
| Marie Huby | (Regnboganótur - kennslubók í píanóleik fyrir nemendur með þroskafrávik) |
| Marta E. Sigurðardóttir | (Ópus 1 - Uppfærsla og endurnýjun) |
| Pamela De Sensi | (Kringum heiminn með Fjólu Flautu) |
| Stefán S. Stefánsson | (12 vikna popp og jazzhljómfræðiáfangi) |
| Þórunn Guðmundsdóttir | (Eyrnakonfekt - Samsöngsverkefni á íslensku fyrir söngnema í miðnámi) |




sluefni tónlistar-kennara 2016 lauk 17. janúar s.l. Stjórn SÍTÓN færir kennurum og stéttarfélögum þeirra sínar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð til að verkefnið skyldi heppnast jafn vel og raunin varð. Þátttaka var góð og nú þegar er ljóst að í niðurstöðunum eru mikilvægar vísbendingar um æskilegar viðbætur á íslensku kennsluefni fyrir grunnstig. Talsvert verk verður að vinna úr svörunum birtingarhæf gögn og er sú vinna komin áleiðis. Vonast er til að greinargerð um könnunina verði tilbúin í apríl eða maí.
Á næstu dögum ýtir SÍTÓN úr vör könnun á umfangi íslensks kennsluefnis í tónlistar-skólum. Könnunin er gerð í samstarfi við FT, FÍH og STS. Hún mun standa til 15. janúar 2017. Áætlað er að gera sambærilega könnun næsta haust og síðan árlega ef vel tekst til.

