Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
Opus 2
Annað hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði. Námsefnið fylgir kröfum námskrár.
Ópus 2 - Svör og gátlisti eru á vefsíðunni opusmusic.is
Höfundar: Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir
Opus Music Theory – 2008/11/16/20 – 21x25 cm – 77 bls.
SÖLUAÐILAR Um útgefandann
Píanó-leikur 2. hefti
Kennslubók fyrir grunnnám í píanóleik. Léttar byrjenda-útsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum. Áhersla er lögð á að spila eftir minni (eftir eyranu) og að útsetja lög. Nótnaútgáfa BÞV - 2014 - A4 - 47 bls. Um útgefandann SÖLUAÐILAR
Blokkflautu-leikur 1. hefti
Fyrir byrjendur í blokkflautuleik, 7-8 ára, í einstaklings- eða hópnámi. Áhersla á leiðbeiningar til kennarans, sem nýtist um leið foreldrum og mörgum nemendum. Rík áhersla er á mikilvægi spuna og sýnt hvernig það er gert. 65 lög eru í bókinni, þ.á.m. stef og raddsetningar bókarhöfundar fyrir tiltekna þjálfun. Bókstafahljómar eru yfir nótunum (píanó, gítar o.s.frv.).
Höfundur bókar: Björgvin Þ. Valdimarsson. Myndahöfundur: Sigríður M. Njálsdóttir.
Nótnaútgáfa BÞV – 2002 – A4 – 28 bls. Um útgefandann
12 jóladúettar fyrir píanó
Nokkur af allra vinsælustu jólasönglögum síðustu áratuga á Íslandi, þar af 5 íslensk.
Útsetningar við hæfi grunn- og miðnámsnemenda. Flytjendur skiptast á að spila "lagið".
Útsetningar: Vilberg Viggósson
Ete Edition – 2002 – A4+ (9"x12") – 63 bls. Um útgefandann
Jólalögin mín – Fiðla
81 jólalag fyrir Fiðlu sem miðast við spilahæfni í grunn- og miðnámi. Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi. 8 lög eru í tveimur útsetningum.
Samval, framsetning, nótnasetning og umbrot: Össur Geirsson
Höfundur bókar: Össur Geirsson
Nostur – 2012/13 – A4 – 50 bls. Um útgefandann
Sönglögin okkar – Trompet/Tenor Horn
100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lögin eru innlend og erlend – þjóðlög, ættjarðarsöngvar, sálmar og dægurlög. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2009 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Vinnubók í tónheyrn
Bókin er fyrir skrifleg verkefni nemenda í tónheyrn. Inniheldur eyðublöð fyrir laglínur, hryn, tónbil, tónstiga og hljóma. Bókin er sérstaklega sniðin að kennaraheftunum í skriflegri tónheyrn, Music & Notation I-III, grunnnám og Music & Notation IV-VI, miðnám (áður Tónar og skrift).
Höfundur: Guðfinna Guðlaugsdóttir
Nótnaskrift – 1993/.../2009 – A5 – 48 bls. Um útgefandann
SÖLUAÐILAR
MelodiNord – Fransk Horn
100 þjóðlög frá Norðurlöndunum og þjóðarbrotum innan þeirra, tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lagavalið gefur heildarsýn yfir þjóðlagahefð frá heimshlutanum. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2013 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Jón Ásgeirsson – Einsöngslögin M-Þ
Heildarútgáfa einsöngslaga Jóns Ásgeirssonar, 45 talsins. Þar af sum frumútgefin hér.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9"x12") – 160 bls. Um útgefandann
Dísa ljósálfur-Ég er bý
KYNNING Á TÓNBÓK
"Ég er bý" er eitt af 13 sönglögum í tónbókinni "Dísa ljósálfur". Í bókinni eru birtar laglínunótur, texti og hljómar hvers söngs. SMELLTU HÉR til að hlusta á byrjun lagsins eða á gula hnappinn fyrir neðan til að sækja PDF opnu úr bókinni.
Sönglög VI
30 einsöngslög, valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir miðnám í söng.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 1998 – A4+ (8,5"x12") – 80 bls. Um útgefandann
Gítar-leikur – Tvíröddun
Gítar-leikur (gítarleikur) - Tvíröddun - í klassískum gítarleik
Framhald af "Byrjendabók" en bætt við bassarödd undir laglínu (tvíröddun) auk atriða eins og gítargripa og brotinna hljóma.
Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og verkefni sem þjálfa tækni og spuna.
Á heimasíðu bókanna, Gítarleikur.is, hægt að hlusta á lögin í bókum útgáfunnar.
Höfundur: Þorvaldur Már Guðmundsson
Nótnaútgáfa Þ.M.G. – 2015 – A4 – 52 bls. Um útgefandann