Samband íslenskra tónbókaútgefenda
dæmi um útgefið efni
20 lög eftir Ágúst Pétursson
20 lög við texta eftir 9 höfunda. Eitt lagið er harmonikulag í calypso takti en hin 19 lögin eru söngrödd með píanómeðleik. Píanóútsetningar eru eftir Ágúst ásamt Þórir Baldursson (6), Carl Billich (3) og Jan Morávec (2).
Lagahöfundur: Ágúst Pétursson
Metúsalem – 2003 – A4 – 51 bls. Um útgefandann
MelodiNord – Fagott
100 þjóðlög frá Norðurlöndunum og þjóðarbrotum innan þeirra, tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lagavalið gefur heildarsýn yfir þjóðlagahefð frá heimshlutanum. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2013 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
BassBar 1
16 ástsæl einsöngslög eftir 11 íslensk tónskáld, sérvalin og tónflutt fyrir bassarödd. Öll lögin eru hér frumútgefin fyrir bassa.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2014 – A4+ (8,5"x12") – 56 bls. Um útgefandann
Gítartónlist frá The Guitar School
Gítarskólinn býður yfir 3200 PDF blaðsíður af gítarnótum frá Eyþóri Þorlákssyni og Sveini Eyþórssyni.
Nánari upplýsingar og bein afgreiðsla (niðurhal) er á vefsíðu útgáfunnar Classical Guitar School
Höfundar: Eyþór Þorláksson, Sveinn Eyþórsson o.fl.
The Guitar School – Iceland – 1991/2018 – A4 Um útgefandann
Íslensk einsöngslög 7
Sýnisbók með 40 einsöngslögum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018.
Gefur innsýn í mikla fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfundanna.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9″x12″) – 112 bls. Um útgefandann
Samleikssafn – Kvartett I-A
Fjögur íslensk sönglög útsett fyrir klarínettukvartett. 3 klarínettur í Bb og bassaklarínetta í Bb (eða klarínettukór). Hjá lygnri móðu–Í fjarlægð–Skólavörðuholtið–Íslenskt vögguljóð á hörpu. Raddskrá með ljóðatextum er 12 blaðsíður. Hljóðfæraraddir eru 4 bls. hver.
Höfundur: Sigurður Ingvi Snorrason (Samval, útsetningar, framsetning)
Musis – 2010 – A4 – 28 bls. Um útgefandann
Opus 4
Fjórða hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræðum. Námsefnið fylgir kröfum námskrár.
Ópus 1 - Svör og gátlisti eru á vefsíðunni opusmusic.is
Höfundar: Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir
Opus Music Theory – 2010/11/16/20 – 21x25 cm – 91 bls.
SÖLUAÐILAR Um útgefandann
Íslensk þjóðlög – Icelandic Folksongs
36 þjóðlög sem Engel Lund valdi, bjó til prentunar og skrifaði kynningar um. Útsett fyrir einsöng og píanó af Ferdinand Rauter. Bókin kom fyrst út 1960 hjá Almenna bókafélaginu. (e: Icelandic Folksongs, selected and introduced by Engel Lund. Arranged for voice and piano by Ferdinand Rauter.)
Ísalög – 1998 – A4+ (8,5"x12") – 53 bls. Um útgefandann
Gítar-leikur – Byrjendabók
Gítar-leikur (gítarleikur) - Byrjendabók - í klassískum gítarleik
Fyrir byrjendur, fyrsta skrefið í tæknilegri uppbyggingu og nótnalestri. Kynning og þjálfun í grunntækni gítarleiksins og byrjun á nótnalestri.
Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og verkefni sem þjálfa tækni og spuna.
Á heimasíðu bókanna, Gítarleikur.is, hægt að hlusta á lögin í bókum útgáfunnar.
Höfundur: Þorvaldur Már Guðmundsson
Nótnaútgáfa Þ.M.G. – 2014 – A4 – 35 bls. Um útgefandann
Sönglögin okkar – Klarínett
100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri. Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik. Lögin eru innlend og erlend – þjóðlög, ættjarðarsöngvar, sálmar og dægurlög. Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar.
Höfundur bókar: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson (samval, framsetning, nótur, umbrot)
Höfundarútgáfa – 2009 – A4 – 39 bls. Um útgefandann
Gleðibankabókin – Eurovision 1986-2011
24 fyrstu lög Íslands í Eurovision söngvakeppninni. Tónlist hvers lags (textar, hljómar, grip, nótur) ásamt miklum lykilfróðleik frá Jónatani Garðarssyni og fleirum (nánar í vörulýsingu fyrir neðan).
Nótuútgáfan – 2011 – A4 – 112 bls. Um útgefandann
MP3: Byrjun "Nínu" í keppninni
PDF: Byrjun "Nínu" í bókinni
Íslensk einsöngslög 4
Sýnisbók með 33 einsöngslögum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018.
Gefur innsýn í mikla fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfundanna.
Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson
Samval og framsetning: Jón Kristinn Cortez
Ísalög – 2017 – A4+ (9″x12″) – 112 bls. Um útgefandann