Útgáfan Nótnaskrift á rætur að rekja til ársins 2000 þegar Guðfinna Guðlaugsdóttir hóf útgáfu verkefnabóka sinna fyrir tónheyrn í grunn- og miðnámi, þ.e. Tónheyrnarverkefni 1-6 og Vinnubók í tónheyrn.
Guðfinna útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1988. Hún hefur starfað sem tónfræðikennari, lengst af hjá Tónlistarskóla Kópavogs til ársins 2018. Guðfinna er einnig meðhöfundur og útgefandi að tónfræðikennslubókum Opus Music Theory. Guðfinna var stofnfélagi í SÍTÓN 2012.
Vefsíða: Opusmusic.is