Jóhann G. Jóhannsson

Jóhann G. Jóhannsson hóf sitt útgáfustarf árið 2008 í því skyni að miðla eigin tónsmíðum á prenti.

Jóhann hóf píanónám hjá Carl Billich og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann sótti framhaldsnám í tónlist við Brandeis háskólann í Boston og Tónvísindastofnun Uppsalaháskóla. Jóhann starfaði sem tónlistarstjóri í Iðnó, Borgarleikhúsinu og síðar Þjóðleikhúsinu á árunum 1981-2010. Sem tónskáld hefur Jóhann lagt mikið af mörkum með leikhústónlist, einsöngslögum og öðru efni. Þekktust er líklega tónlist hans í söngleiknum „Skilaboðaskjóðunni“.  Nánari lýsing á starfsferli Jóhanns er á Wikipedia.org.
Jóhann hefur verið félagi í SÍTÓN frá 2014.